Um Klettsbúð

Sumarhúsið að Klettsbúð 3 á Hellissandi er 105 fermetra steinsteypt hús (einbýli) á einni hæð. Upphaflega byggt sem heilsugæsla, en síðan kaffihúsið Sif og nú sumarhúsið Klettsbúð. Eignin er öll endurnýjuð, þ.m.t. gólfefni, hurðar, innréttingar, baðherbergi og fl. Nýjar vatnslagnir. Húsið var nýlega klætt að utan með járni og einangrað. Skipting eignarinnar er eftirfarandi: Komið er inn í rúmgóða forstofu þar sem er fatahengi. Gengið er úr forstofu inn í aðalrýmið sem skiptist þannig – samliggjandi er gangur, stofa/borðstofa og eldhús með nýrri innréttingu frá H.T. Innfellt í innréttingu eru þvottavél og þurrkari. Tvö klósett eru í húsinu og er annað þeirra með sturtu, allt endurnýjað á baði. Herbergin eru þrjú. Tvö þeirra mjög rúmgóð en annað minna. Í stærri herbergjunum eru 2×90 rúm og eru þau rafdrifin í öðru herberginu en ekki hinu. Í minna herberginu er svefnsófi sem hægt er að gera tvöfaldan. Í því herbergi er sjónvarp. Einnig er sjónvarp í stofu/borðstofu. Gengt er út á mjög rúmgóðan sólpall þar sem eru húsgögn og gasgrill. Í stofunni er stór hornlaga svefnsófi. Svefnpláss er fyrir 6 í húsinu (ef stofa er ekki nýtt). Ferðabarnarúm fylgir húsinu.

Klettsbúð 3
360 Hellissandur
Ísland

+354 892-5561

+354 894-7761

hellissandur@simnet.is

Bókunarskilmálar

Bóka húsið

Klettsbúð 3, 360 Hellissandur, Iceland

Klettsbúð 3, 360 Hellissandur, Iceland

Klettsbúð © 2023. Allur réttur áskilinn. Vefsíða hönnið af Hospitality.is

IcelandEnglish